Fyrirtækið

Þekking og reynsla

Vatnsborun var stofnuð af frumkvöðlinum og torfærukappanum Árna Kópssyni árið 2007 og státar því félagið af tæplega tveggja áratuga reynslu af jarðborunum. Á þeim tíma hefur félagið komið að alhliða þjónustu við jarðboranir um land allt. Félagið hefur upp á að bjóða fimm jarðbora sem sinna hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum á sviði jarðborana.